Rúmlega þúsund æviráðnir

Skynsamlegt að setja aldursþak á starfsaldur ríkisstarfsmanna, segir Guðlaugur Þór …
Skynsamlegt að setja aldursþak á starfsaldur ríkisstarfsmanna, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hjörtur

Alls eru 1.149 starfs­menn rík­is­ins skipaðir ótíma­bundið án gagn­kvæms upp­sagn­ar­frests, þ.e. ævi­ráðnir.

Þess­ir starfs­menn voru all­ir skipaðir fyr­ir 1. júlí 1996, en eft­ir þann tíma er eng­inn leng­ur skipaður ótíma­bundið held­ur aðeins til fimm ára, að und­an­skild­um hæsta­rétt­ar- og héraðsdómur­um. Síðan þá hafa 37 starfs­menn verið ráðnir til starfa ótíma­bundið án gagn­kvæms upp­sagn­ar­frests, en alls starfa 21.102 manns hjá ís­lenska rík­inu.

Þetta kem­ur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðherra við fyr­ir­spurn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar um rík­is­starfs­menn, sem fjallað er nán­ar um í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert