Rúmlega þúsund æviráðnir

Skynsamlegt að setja aldursþak á starfsaldur ríkisstarfsmanna, segir Guðlaugur Þór …
Skynsamlegt að setja aldursþak á starfsaldur ríkisstarfsmanna, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Hjörtur

Alls eru 1.149 starfsmenn ríkisins skipaðir ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests, þ.e. æviráðnir.

Þessir starfsmenn voru allir skipaðir fyrir 1. júlí 1996, en eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótímabundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og héraðsdómurum. Síðan þá hafa 37 starfsmenn verið ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests, en alls starfa 21.102 manns hjá íslenska ríkinu.

Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um ríkisstarfsmenn, sem fjallað er nánar um í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert