Aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendu lánsfé hefur aukist með vaxandi áhuga erlendra aðila á að lána fé til Íslands.
Hagvöxtur í fyrra umfram væntingar, bætt afkoma af rekstri ríkissjóðs og batamerki í atvinnulífinu, einkum ferðaþjónustu, eiga þátt í þessum umskiptum.
Þetta segir Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, sem byggir þetta á samtölum við erlenda bankamenn. Í Morgunblaðinu í dag segir hann lánsféð hins vegar ekki ódýrt en það ræðst af lánshæfi ríkisins.