Neituðu öll sök

All­ir sak­born­ing­ar í máli lög­reglu­stjór­ans í Reykja­vík gegn níu Hrauna­vin­um neituðu sök við þing­fest­ingu máls­ins í morg­un. Fólk­inu, tveim­ur körl­um og sjö kon­um, er gefið að sök að hafa ekki farið að ít­rekuðum fyr­ir­mæl­um lög­reglu er það mót­mælti lagn­ingu Álfta­nes­veg­ar í Garðahrauni í októ­ber sl., en það var beðið um að yf­ir­gefa vinnusvæðið. 

Níu­menn­ing­un­um er öll­um gefið að sök að hafa brotið lög­reglu­lög, n.t.t. gerst brot­leg­ir við 19. grein lag­anna, sem snýst um skyldu til að hlýða fyr­ir­mæl­um lög­reglu. Hún er svohljóðandi:

„Al­menn­ingi er skylt að hlýða fyr­ir­mæl­um sem lög­regl­an gef­ur, svo sem vegna um­ferðar­stjórn­ar eða til þess að halda uppi lög­um og reglu á al­manna­færi.“

Níu­menn­ing­arn­ir tjáðu sig ekki frek­ar um sak­argift­irn­ar en þeir óskuðu all­ir eft­ir fresti til að skila grein­ar­gerð og var ákveðið að málið verði næst tekið fyr­ir 24. fe­brú­ar nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert