Norðurljósin í gegnum rör

Álrörin yrðu átta metrar á hæð og fjörutíu sentimetrar í …
Álrörin yrðu átta metrar á hæð og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Í fjarlægð mynda þau saman stjörnu. Ljósmynd/Guðmundur R. Lúðvíksson

Átta metra háir norðurljósaturnar gætu risið í Reykjanesbæ í sumar ef hugmynd listamannsins Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar nær fram að ganga.

„Þetta eru fjórir turnar, eða rör, sem eru um átta metra háir, 40 sm í þvermál og vísa í fjórar áttir. Þeir ná yfir ljósmengun og eru það víðir að þú getur sett höfuðið inn í rörið og þá ertu kominn með hreint sjónarhorn upp í himininn,“ segir Guðmundur, beðinn um að lýsa verkinu í samtali í Morgunblaðinu í dag.

„Segjum að það séu mikil norðurljós, þá sjást þau alls staðar og þú þarft ekki að nota turnana sem slíka en þú getur séð annað sjónarhorn með því að kíkja inn í þá.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert