Norðurljósin í gegnum rör

Álrörin yrðu átta metrar á hæð og fjörutíu sentimetrar í …
Álrörin yrðu átta metrar á hæð og fjörutíu sentimetrar í þvermál. Í fjarlægð mynda þau saman stjörnu. Ljósmynd/Guðmundur R. Lúðvíksson

Átta metra háir norður­ljósat­urn­ar gætu risið í Reykja­nes­bæ í sum­ar ef hug­mynd lista­manns­ins Guðmund­ar Rún­ars Lúðvíks­son­ar nær fram að ganga.

„Þetta eru fjór­ir turn­ar, eða rör, sem eru um átta metra háir, 40 sm í þver­mál og vísa í fjór­ar átt­ir. Þeir ná yfir ljós­meng­un og eru það víðir að þú get­ur sett höfuðið inn í rörið og þá ertu kom­inn með hreint sjón­ar­horn upp í him­in­inn,“ seg­ir Guðmund­ur, beðinn um að lýsa verk­inu í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

„Segj­um að það séu mik­il norður­ljós, þá sjást þau alls staðar og þú þarft ekki að nota turn­ana sem slíka en þú get­ur séð annað sjón­ar­horn með því að kíkja inn í þá.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert