Omega braut gegn lögum

Sjónvarpsstöðin Omega.
Sjónvarpsstöðin Omega.

Kristni­boðskirkj­an Omega braut gegn lög­um um fjöl­miðla með sýn­ingu er­lends mynd­efn­is án ís­lensks tals eða texta á sjón­varps­stöðinni Omega dag­ana 15.-20. ág­úst í fyrra. Þar sem Kristni­boðakirkj­an lofaði að taka í notk­un nýja teg­und af texta­búnaði var fallið frá því að beita sekt­um.

Þetta kem­ur fram í ákvörðun fjöl­miðlanefnd­ar frá því í nóv­em­ber síðastliðnum. Í henni seg­ir að fjöl­miðlanefnd hafi fengið ábend­ingu um að taka til at­hug­un­ar hvort Kristni­boðskirkj­an Omega hefði brotið gegn lög­um þegar sent var út án ís­lensks tals eað texta á um­ræddu tíma­bili. Af því til­efni óskaði fjöl­miðlanefnd eft­ir af­riti af allri út­sendri dag­skrá á sjón­varps­stöðinni Omega frá 15.-20 ág­úst.

Þá seg­ir að Kristni­boðskirkj­an hafi viður­kennt að hafa sent út er­lenda þætti án ís­lensks tals og texta á um­ræddu tíma­bili. Í svar­bréfi til fjöl­miðlanefnd­ar sagði að Kristni­boðskirkj­an geymdi gögn á þann hátt að til væri ein­tak af öll­um þátt­um sem hefðu farið í loftið, 18 mánuði aft­ur í tím­ann og því gæti reynst tíma­frekt að sam­keyra með texta þá er­lendu þætti sem fóru í loftið dag­ana 15.-­20. ág­úst. Sum­araf­leys­ingamaður hefði hins veg­ar tjáð þeim að hann hefði lent í ein­hverj­um erfiðleik­um með tækja­búnaðinn. Textun­ar­tæki hefði virkað þannig að keyra þurfti mynd og texta sam­hliða í út­send­ingu og hefði það stund­um komið fyr­ir að sam­skipta­villa kom upp á milli þess­ara tækja, sem hefði ein­mitt gerst þessa til­teknu daga.

Í bréf­inu kem­ur einnig fram að all­ir er­lend­ir þætt­ir sem séu sýnd­ir hafi verið textaðir yfir á ís­lensku og þeir þætt­ir sem fóru texta­laus­ir í loftið 15.­-20. ág­úst hafi verið end­ur­sýnd­ir með texta á öðrum tím­um.

Fjöl­miðlanefnd sann­reyndi ekki að efnið hefði verið sýnt án ís­lensks tals og texta en tók svar Kristni­boðskirkj­unn­ar gott og gilt. Komst hún að þeirri niður­stöðu að Kristni­boðskirkj­an Omega hefði brotið gegn 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. laga um fjöl­miðla nr. 38/​2011 með sýn­ingu á er­lendu efni á sjón­varps­stöðinni Omega dag­ana 15.­-20. ág­úst án ís­lensks texta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert