Stefnt er að því að á næsta eða þarnæsta ári muni pappírsframtöl einstaklinga vegna skattframtala heyra sögunni til og að framtalsgerðin fari þá alfarið fram á netinu.
Þetta segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri í Morgunblaðinu í dag, en undirbúningur embættisins vegna framtalsgerðar stendur nú sem hæst.
Að hans sögn nýttu um 69.000 framteljendur svokallað einfaldað framtal í fyrra og 70-80 þúsund framteljendur þurftu aðeins að skoða framtölin en ekki gera neinar breytingar.