Breytast í smákónga á stórum bílastæðum

Ökumenn sýna óæskilega hegðun á stórum bílaplönum.
Ökumenn sýna óæskilega hegðun á stórum bílaplönum. mbl.is/Styrmir Kári

„Fólk breytist í smákónga á stórum bílastæðum eins og við Korputorg. Það laðar fram það versta í ökumönnum. Þeir sýna óæskilega hegðun; keyra upp á gangstétt, þó að næg bílastæði séu laus. Því stærri bílaplön þeim mun verri verður hegðunin.“

Þetta segir Hulda Dagmar Magnúsdóttir um hegðun fólks á bílaplönum. Var þetta rannsóknarefni hennar í meistaraprófsritgerð í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Hulda Dagmar sat og vaktaði fjögur bílaplön í margar klukkustundir og skráði niður það sem fyrir augu bar. Þá lagði hún einnig fyrir spurningakönnun til að rýna betur í hegðun ökumanna. Bílastæðaplönin voru við Korputorg, Háskóla Íslands, í Skeifunni og Spönginni í Grafarvogi. Sýnu verst var hegðun ökumanna á Korputorgi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert