Fríverslunarsamningurinn gildra?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingmenn Pírata telja að þegar landsmenn fari að finna fyrir neikvæðum afleiðingum fríverslunarsamnings við Kína þá verði aðild að Evrópusambandinu mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Þeir hugsanlegt að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi með samningnum lagt gildru.

Í tilkynningu frá Pírötum segir orðrétt: „Þingmenn Pírata vilja einnig vekja athygli á því, að þegar landsmenn fara að finna fyrir neikvæðum afleiðingum samningsins, þá verður aðild að ESB mögulega eina ráðið til að losna undan honum. Mögulega hefur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, lagt hér gildru fyrir andstæðinga ESB. Tíminn mun leiða það í ljós.“

Píratar segja að verktakar muni fljótt finna fyrir sambærilegum áhrifum og kollegar þeirra víðsvegar um heim þar sem sambærilegir samningar hafa verið samþykkir, meðal annars með undirboðum á verkefni.

Þá segjast Píratar harma hversu litla umræðu samningurinn hefur fengið í þinginu og í fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert