Hæðni vegna kynvitundar refsiverð

Frá Alþingi í dag.
Frá Alþingi í dag. Skjáskot af Althingi.is

Frumvarp til breytinga á almennum hegningalögum, þar sem refsivert er gert að hæðast opinberlega að einstaklingum vegna kynvitundar þeirra, rógbera þá, smána eða ógna eða hópi manna, var samþykkt á Alþingi í dag með 53 atkvæðum. Sömuleiðis sé refsivert að þeir sem standi í atvinnurekstri eða þjónustustarfsemi neiti einstaklingum um vörur og þjónustu á grundvelli kynvitundar.

Fyrir samþykkt frumvarpsins náðu umrædd ákvæði almennra hegningarlaga til þjóðernis einstaklinga, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða og kynhneigðar. Lögin ná með þeim breytingum sem gerðar eru með frumvarpinu einnig til kynvitundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert