Smalinn fluttur með þyrlu

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar. Árni Sæberg

Maður sem velti yfir sig fjórhjóli ofan við Mörtungu, rétt austan við Kirkjubæjarklaustur, fannst á níunda tímanum í kvöld. Hann var slasaður á baki og þótti réttast að flytja hann með þyrlu Langhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og á Landspítalann.

Maðurinn, sem var einn á ferð í smalamennsku, náði að hringja eftir aðstoð en var ekki viss um nákvæma staðsetningu sína. Leit gekk hins vegar vel og maðurinn fannst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka