Hvers virði er leikskólakennari?

Stefanía Harðardóttir.
Stefanía Harðardóttir.

Stef­an­ía Harðardótt­ir er 25 ára gam­all leik­skóla­kenn­ara­nemi sem starfar sem leiðbein­andi á leik­skóla í Hafnar­f­irði. Hún hef­ur mikl­ar efa­semd­ir um námið út frá fjár­hags­leg­um sjón­ar­hóli. Í pistli sem hún skrifaði á Face­book seg­ir hún í raun að þetta sé versta fjár­hags­lega ákvörðun sem hún hafi tekið þar sem mánaðarlaun­in eru ekki upp á marga fiska.

Pist­ill­inn hef­ur vakið tölu­verða at­hygli, og í sam­tali við mbl.is seg­ist Stef­an­ía hafa fengið afar góð viðbrögð. Bæði al­mennt séð en einnig frá þeim sem séu í sama námi og starfi í leik­skól­um.

Með 230.000 á mánuði fyr­ir fullt starf

„Þetta er í raun og veru það eina sem mig lang­ar að starfa við en ef þetta er svona áfram þá munu eng­ir leik­skóla­kenn­ar­ar út­skrif­ast,“ seg­ir Stef­an­ía um námið, en hún er á fyrsta ári.

Það tek­ur fimm ár að ljúka nám­inu og að því loknu öðlast menn meist­ara­gráðu.

Í dag fær Stef­an­ía greidd­ar um það bil 230.000 kr. á mánuði fyr­ir skatt. Grunn­laun leik­skóla­kenn­ara með meist­ara­gráðu eru um 330.000 kr.

Óhætt er að full­yrða að fólk starfi ekki á leik­skól­um vegna laun­anna, enda seg­ir Stef­an­ía að starfið sé bæði gef­andi og skemmti­legt en laun­in séu óboðleg fyr­ir fullt starf. 

„Ég get aldrei safnað neinu. Ég er aldrei að fara eign­ast neitt,“ seg­ir Stef­an­ía sem er á leigu­markaði með meðfylgj­andi kostnaði og skuld­bind­ing­um.

Ásókn í leik­skóla­kenn­ara­námið lít­il

Stef­an­ía birti pist­ill­inn á Face­book-síðu sinni sl. þriðju­dags­kvöld, en hann hefst með svohljóðandi hætti: „Ég hélt í nokk­urn tíma að það að fara í leik­skóla­kenn­ara­námið hefði verið besta ákvörðun sem ég hef tekið. Ég er far­in að sjá það að ég hafði rangt fyr­ir mér. Ég er far­in að sjá það núna að ákvörðun mín að eyða fimm árum í há­skóla til þess að verða leik­skóla­kenn­ari var lík­lega sú versta sem ég hef tekið.“

Stef­an­ía seg­ir að ásókn í námið sé mjög lít­il. „Við erum örfá í mín­um bekk.“

„Ein sem vinn­ur með mér, sem út­skrifaðist 2011 úr leik­skóla­kenn­ara­námi, seg­ir að um 90% þeirra sem byrjuðu í námi með henni hafi sagt að þeir gætu leyft sér að fara í námið af því að þeir höfðu góða fyr­ir­vinnu. Þetta er það lé­legt,“ seg­ir Stef­an­ía.

„Að vera bara fast­ur í ein­hverj­um launa­flokki og hafa ekk­ert með það að segja er mjög letj­andi,“ seg­ir hún enn­frem­ur.

Reynsl­an ekki met­in til fjár

Stef­an­ía hef­ur starfað á leik­skól­an­um í Hafnar­f­irði í um eitt og hálft ár, en þar áður starfaði hún á leik­skóla í Reykja­vík, einnig í um 18 mánuði. Stef­an­ía býr því yfir um þriggja ára starfs­reynslu.

„Ég hef verið leiðbein­andi, unnið við sér­kennslu og ég hef verið deild­ar­stjóri. Ég er kom­in með mjög fína reynslu sem því miður í raun­inni skipt­ir engu máli hvað viðkem­ur laun­um,“ seg­ir Stef­an­ía og bæt­ir við að það sé afar leiðin­legt.

Kjara­mál­in mikið rædd inn­an veggja leik­skól­ans

- Hver var kveikj­an að skrif­un­um?

„Deild­ar­stjór­inn minn á leik­skól­an­um var bú­inn að hvetja mig til þess að skrifa eitt­hvað, af því að ég tala mjög mikið um þetta í vinn­unni. Við, sem vinn­um við þetta, ræðum þetta mjög mikið,“ seg­ir hún.

„Ég bjóst aldrei við öllu þessu um­tali en það er frá­bært að fólk skuli hafa áhuga á þessu.“

Stef­an­ía seg­ist vilja sjá að kjör leik­skóla­kenn­ara - einnig kjör ófag­lærðra sem starfi á leik­skól­um -  verði bætt og þar með verði námið eft­ir­sókn­ar­verðara.

„Umræðan og um­talið skap­ar kannski ein­hverja pressu og fær fólk aðeins til að hugsa um þetta, og þá sér­stak­lega fólkið sem ákv­arðar laun­in. Eins með for­eldra barn­anna á leik­skól­an­um, það væri gam­an ef þau myndu láta í sér heyra. Að þau myndu krefjast launa­hækk­ana fyr­ir fólkið sem sér um börn­in þeirra. Það væri frá­bært,“ seg­ir Stef­an­ía, sem tek­ur fram að pist­ill­inn hafi fengið afar góðar und­ir­tekt­ir frá for­eldr­um barna á sín­um vinnustað.

Sterk undir­alda

Fé­lag leik­skóla­kenn­ara hef­ur birt pist­il Stef­an­íu á Face­book-síðu sinni. Fé­lagið seg­ir að það sé verk­efni sam­fé­lags­ins að leiðrétta laun leik­skóla­kenn­ara til sam­ræm­is við aðra sér­fræðinga.

„Það virðist vera sterk undir­alda í sam­fé­lag­inu sem tek­ur und­ir þær kröf­ur kenn­ara. Þeir sem hafa vald til að taka slík­ar ákv­arðanir þurfa að stíga upp og fram­kvæma,“ seg­ir orðrétt á síðu fé­lags­ins.

Þeir sem starfa á leikskólum eru almennt sammála um að …
Þeir sem starfa á leik­skól­um eru al­mennt sam­mála um að starfið sé bæði gef­andi og skemmti­leg, enda for­rétt­indi að fá að vinna með börn­um. Mynd­in er úr safni. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka