Makrílviðræður standa yfir í Björgvin í Noregi, en að sögn Jacobs Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, eru strandríkin farin að sjá til lands í deilunni.
Hann tekur hins vegar fram að „flest sker eru næst landi“ og þar af leiðandi erfitt að meta hvort samkomulag náist að þessu sinni, að því er fram kemur á færeyska fréttavefnum Norðlýsið.
Fréttavefurinn segir að nú sé styttra á milli deiluaðila en áður. Vestergaard er aftur á móti raunsær er hann tekur fram að hlutirnir geti breyst hratt og að það geti brugðið til beggja vona.