Óveður á Reynisfjalli og Hófaskarði

Hálkublettir eða hálka er víða á Suður- og Suðvesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Óveður er ennfremur á Reynisfjalli. Hálka eða hálkublettir eru sömuleiðis á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Snjóþekja og skafrenningur er hins vegar á Steingrímsfjarðarheiði.

Norðanlands er víða nokkur hálka en þó er að mestu autt við Eyjafjörð og alveg autt með ströndinni frá Húsavík austur á Vopnafjörð. Flughált er á Þverárfjallsvegi. Óveður er á Hófaskarði.

Vegir eru víða auðir á Austurlandi en þæfingur og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Fjarðarheiði. Snjóþekja og snjókoma er á Fagradal og Oddsskarði. Greiðfært er frá Reyðarfirði suður um með ströndinni, allt vestur í Vík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka