38% sátt við störf Sigmundar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur staðið sig mjög eða frekar vel í embætti að mati 38% landsmanna samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Tæpur þriðjungur, eða 31%, telja hann hins vegar hafa staðið sig mjög eða frekar illa. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mest ánægja er með störf Sigmundar í röðum kjósenda Framsóknarflokksins eða 84% og næst koma kjósendur Sjálfstæðisflokksins eða 64%. Hins vegar snýst dæmið við þegar kemur að kjósendum annarra flokka. Einungis 13% kjósenda Bjartrar framtíðar eru þannig ánægð með störf hans, 17% kjósenda Samfylkingarinnar, 25% kjósenda Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og 18% kjósenda Pírata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert