Eykur eigið fé heimilanna

Skuldastaða margra heimila er að lagast.
Skuldastaða margra heimila er að lagast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Áhrif efnahagshrunsins á eiginfjárstöðu fjölmargra heimila eru að ganga til baka, þótt margir eigi enn um sárt að binda vegna skuldavanda. Þetta má ráða af tölum um þróun verðmætis fasteigna annars vegar og íbúðalána hins vegar.

Samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins mun eigið fé heimila í fasteignum hækka sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr um 74% árið 2010 í 106% í lok þessa árs, gangi spár Greiningar Íslandsbanka um verðbólguþróun og þróun fasteignaverðs á árinu eftir.

Í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Sigurður Hannesson, formaður starfshóps um leiðréttingu verðtryggðra íbúðalána, það jákvæð tíðindi að verðbólga á 12 mánaða grundvelli hafi minnkað í 3,1%. Það styrki eiginfjárstöðu heimila í aðdraganda leiðréttingarinnar. Tryggvi Þór Herbertsson stýrir vinnu tuga sérfræðinga við leiðréttinguna. Hann segir vinnuna byrjaða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert