Hugsanleg afglöp læknis í starfi eru nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis.
Ættingjar látins aldraðs manns kvörtuðu til embættisins yfir vinnubrögðum læknisins. Kvörtunin snýr að því að læknirinn hafi gefið manninum, sem dvaldi þá inni á sjúkrastofnun, of stóra skammta af magnesíum sem leiddu hann til dauða.
Kvörtunin barst Embætti landlæknis í júní 2012. Samkvæmt upplýsingum frá Geir Gunnlaugssyni landlækni er málið enn í ferli innan embættisins og endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir.