Gabb gæti verið refsivert

TF-LÍF. Þyrla Landhelgisgæslan.
TF-LÍF. Þyrla Landhelgisgæslan. mbl.is/Sigurður Bogi

Komi í ljós að um gabb hafi verið að ræða þegar menn sendu út neyðarkall á Faxaflóa gæti sá verknaður varðað við almenn hegningarlög. Leitin hefur enn engan árangur borið, en hefur hins vegar kostað Landhelgisgæsluna og björgunarsveitir mikla fjármuni.

Í 120. grein almennra hegningarlaga segir að „[e]f maður gabbar lögreglumenn, brunalið, björgunarlið eða annað hjálparlið, með því að kalla eftir hjálp að ástæðulausu eða með misnotkun brunaboða eða annarra hættumerkja, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum“.

Í ljósi þess að gabb sem þetta kostar opinbera aðila og björgunarlið margar milljónir verður það að teljast stórfellt. Því má ætla að komi í ljós að um gabb var að ræða megi sá eða þeir sem stóðu að því búast við að lögregluyfirvöld vilji hafa hendur í hári þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert