Senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur

Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja …
Samtökin '78 senda hinsegin fólki á Indlandi baráttukveðjur og hvetja þarlend stjórnvöld til að tryggja sjálfsögð réttindi þess. mbl.is/Ómar

Sam­tök­in '78 senda hinseg­in fólki á Indlandi bar­áttu­kveðjur og hvetja þarlend stjórn­völd til að tryggja sjálf­sögð rétt­indi þess. Nauðsyn­legt sé að tryggja stjórn­ar­skrár­var­in mann­rétt­indi í þessu fjöl­menn­asta lýðveldi ver­ald­ar.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að þær sorg­legu frétt­ir hafi bort­ist frá Nýju Delhí í des­em­ber að hæstirétt­ur Ind­lands hafi neitað að staðfesta að 377. grein ind­verskra hegn­ing­ar­laga, sem bann­ar „ónátt­úru­leg­ar“ kyn­ferðis­leg­ar at­hafn­ir, stríði gegn stjórn­ar­skrá lands­ins.

Mót­bár­ur hæsta­rétt­ar veik­b­urða

„Hæstirétt­ur Ind­lands virðist staðfast­ur í ákvörðun sinni og rak hinseg­in Ind­verj­um ann­an löðrung þann 27. janú­ar með því að vísa beiðni um end­ur­skoðun á dómn­um frá, dag­inn eft­ir að Ind­verj­ar fögnuðu stjórn­ar­skráraf­mæli sínu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá seg­ir að í gervi lög­gjaf­ar um „ónátt­úru­leg“ mök heim­ili 377. grein yf­ir­völd­um að skipta sér af kyn­hegðun full­orðinna ein­stak­linga. Þótt lög­in nefni sam­kyn­hneigð ekki sér­stak­lega hafi end­ur­vakn­ing þeirra sér­lega al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir hinseg­in fólk á Indlandi, enda varð dómur­um og mál­flutn­ings­mönn­um tíðrætt um sam­kyn­hneigð á meðan á rétt­ar­höld­un­um stóð.

Þessi þjóðfé­lags­hóp­ur eigi nú á hættu lög­sókn­ir, kúg­un og áreiti af hálfu yf­ir­valda auk út­breidd­ari for­dóma og illr­ar meðferðar. „Mót­bár­ur hæsta­rétt­ar um að lög­in „banni ekki ákveðinn sam­fé­lags­hóp, sjálfs­vit­und eða hneigð“, held­ur aðeins „til­tekn­ar at­hafn­ir“, eru veik­b­urða og ganga þvert á sögu og for­dæmi,“ seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni.

Dóm­ur yf­ir­rétt­ar­ins í Delhí frá ár­inu 2009 komst að þeirri niður­stöðu að 377. grein­in bryti í bága við stjórn­ar­skrána en í til­kynn­ing­unni seg­ir að dóm­ur hæsta­rétt­ar nú í des­em­ber virði rétt­læti að vett­ugi og gangi þvert á fram­far­ir í rétt­ind­um hinseg­in fólks á síðustu miss­er­um.

For­dæma dóm­inn

„Sam­tök­in '78 for­dæma þenn­an aft­ur­halds­sama dóm og lýsa yfir stuðningi sín­um við þær millj­ón­ir Ind­verja sem berj­ast nú fyr­ir stjórn­ar­skrár­bundn­um mann­rétt­ind­um sín­um. Sam­tök­in skora enn frem­ur á rík­is­stjórn og lög­gjaf­arþing Ind­lands að fella 377. grein hegn­ing­ar­lag­anna um­svifa­laust úr gildi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert