Skapi svigrúm til launahækkana

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra. Kristinn Ingvarsson

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta­málaráðherra seg­ir að ákveðnar kerf­is­breyt­ing­ar inn­an fram­halds­skól­anna, þar á meðal stytt­ing náms, geti skapað svig­rúm fyr­ir launa­hækk­an­ir til kenn­ara.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ill­ugi það vera aug­ljóst að þeir samn­ing­ar sem hafa nú þegar verið gerðir á al­menn­um vinnu­markaði, sem og staða rík­is­sjóðs, setji hinu op­in­bera ákveðin mörk.

„Ég tel aft­ur á móti að mögu­leiki sé á því að ákveðnar kerf­is­breyt­ing­ar inn­an fram­halds­skól­anna, sem ég hef talað fyr­ir á und­an­förn­um mánuðum, geti skapað svig­rúm til hagræðing­ar sem geti þá verið grunn­ur að launa­hækk­un­um kenn­ara um­fram þær sem við höf­um séð hjá öðrum,“ seg­ir hann og vís­ar til þeirra 2,8% launa­hækk­ana sem samið var um á al­menn­um vinnu­markaði fyr­ir jól.

Hljóðið þungt í kenn­ur­um

Hljóðið er þungt í fram­halds­skóla­kenn­ur­um eft­ir sam­stöðufundi sem voru haldn­ir víða í fram­halds­skól­um lands­ins í morg­un. Fjöl­mörg kenn­ara­fé­lög ein­stakra skóla hafa sent frá sér álykt­an­ir í dag þar sem bent er á að laun fram­halds­skóla­kenn­ara hafi dreg­ist veru­lega aft­ur úr viðmiðun­ar­hóp­um á op­in­ber­um markaði.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag seg­ir Aðal­heiður Stein­gríms­dótt­ir, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara, að staðan verði met­in á næstu dög­um, lík­lega í lok næstu viku, og þá tek­in ákvörðun um hvort boðað verði til aðgerða á borð við verk­fall.

„Auðvitað fer eng­inn í verk­fall nema all­ar aðrar leiðir hafi verið reynd­ar,“ seg­ir Ill­ugi. „Ég vona það inni­lega að það tak­ist að koma í veg fyr­ir slíkt.“

Fyrst og fremst hugsaðar til að bæta mennta­kerfið

Hann bend­ir jafn­framt á að þær kerf­is­breyt­ing­ar sem hann hef­ur talað fyr­ir, svo sem að stytta náms­tím­ann í fram­halds­skól­un­um, séu ekki hugsaðar sem hagræðing­araðgerð af hálfu rík­is­ins. „Þær eru fyrst og fremst hugsaðar til að bæta mennta­kerfið og að tryggja það að nem­end­ur á Íslandi standi jafn­fæt­is jafn­öldr­um sín­um er­lend­is. Það er grunn­hugs­un­in,“ út­skýr­ir hann.

„Slík breyt­ing fel­ur þó í sér sparnað og ég hef mik­inn metnað til þess að sá sparnaður geti skilað sér til kenn­ara í formi hærri launa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka