Bændasamtökin vilja að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri verði gerður að sjálfseignarstofnun, en þannig telja samtökin að sjálfstæði skólans verði best tryggt.
„Við viljum kanna hvort að það sé fýsilegt að gera það og koma þessari hugmynd inn í umræðuna,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag um skólann bætir hann við, að samtökin vilji koma að rekstri skólans en að ekkert hafi þó verið ákveðið í þeim efnum, enda sé málið á forræði menntamálaráðherra, en samtökin leggja til að jarðir og aðrar eignir skólans sem ekki eru nú nýttar verði seldar.