Undarleg makrílkrafa

Makrílveiðar á Vigra RE 71.
Makrílveiðar á Vigra RE 71. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég skil ekki hvað Norðmenn eru að fara,“ sagði Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri nytja­stofna­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, um hug­mynd­ir Nor­egs um mak­ríl­kvóta. Hann sagði að ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) vegna mak­ríl­veiða á ár­inu 2014 hljóðaði upp á 890 þúsund tonn.

Þor­steinn kvaðst ekki hafa aðrar upp­lýs­ing­ar um kröf­ur Norðmanna en þær sem komið hefðu fram í fjöl­miðlum um að þeir vildu taka 1,3 millj­ón­ir tonna úr mak­ríl­stofn­in­um og deila því á milli strand­ríkj­anna og til Rússa. Með hlut Græn­lands gæti þetta þýtt heild­ar­veiði upp á 1,4-1,5 millj­ón­ir tonna.

„Ráðgjöf­in er byggð á bestu upp­lýs­ing­um sem vís­inda­sam­fé­lagið hef­ur. Það að Norðmenn leggi til ein 1.300.000 tonn finnst mér veru­lega und­ar­legt, án þess að hafa þó nokkr­ar for­send­ur til að meta það sem þeir eru að gera, því ég hef ekki séð það,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert