Banka breytt í veitingastað

Austurstræti 5. Uppi eru áform um að opna veitingastað í …
Austurstræti 5. Uppi eru áform um að opna veitingastað í húsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Uppi eru áform um að innrétta húsið að Austurstræti 5 í Reykjavík fyrir veitingastað. Arion banki hyggst flytja úr húsinu í sumar en þar hefur bankinn og Búnaðarbankinn áður verið frá árinu 1937.

Umsókn Eikar fasteignafélags um leyfi til þess að innrétta veitingastað fékk jákvæða afgreiðslu á fundi byggingarfulltrúa í síðustu viku.

Vilhelm Patrick Bernhöft, framkvæmdastjóri eignasviðs hjá Eik, segir að tekið verði mið af innréttingum hússins við hönnunina en hún verði unnin í samstarfi við leigutaka og húsafriðunarnefnd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert