Boðið til makrílviðræðna á morgun

Lítið vantar á að deiluaðilar nái saman um makrílinn.
Lítið vantar á að deiluaðilar nái saman um makrílinn. mbl.is/Styrmir Kári

John Spencer, sem stýrir makrílviðræðum Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins (ESB), lagði til í gær að viðræðunum yrði haldið áfram í London síðdegis á morgun, miðvikudag.

Sigurgeir Þorgeirsson, formaður íslensku samninganefndarinnar, staðfesti þetta síðdegis í gær og sagði að það mundi skýrast í dag hvort viðræðurnar hæfust á morgun.

Færeyski fréttavefurinn portal.fo sagði í gær að Færeyingar hefðu þekkst boðið um að mæta til viðræðnanna. Þar kom einnig fram að Spencer gerði ráð fyrir að taka þyrfti frá fimmtudag og föstudag til viðræðna ef þörf krefði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert