Í öllum regnbogans litum í Sotsjí

00:00
00:00

Sam­tök­in '78 af­hentu Ill­uga Gunn­ars­syni menn­ing­ar­málaráðherra kveðju­gjöf í dag í til­efni af för hans á Vetr­arólymp­íu­leik­ana í Sot­sjí í Rússlandi sem hefjast í næstu viku. Hann var jafn­framt hvatt­ur til að sýna hinseg­in fólki þar í landi stuðning sem hann sagðist myndu gera ef rétta tæki­færið kæmi.

Sam­tök­in höfðu áður hvatt hann til að hunsa boð um að mæta á leik­ana en þar sem hann væri á leiðinni væri nauðsyn­legt að ís­lensk stjórn­völd sýndu hinseg­in fólki stuðning og tækju jafn­framt af­stöðu gegn al­var­leg­um mann­rétt­inda­brot­um rúss­neskra stjórn­valda. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert