Mega ekki gefa tannbursta í skólum

Samkvæmt Grunnskólaskrifstofu Reykjavíkur er bannað að dreifa tannverndarvörum í skólum …
Samkvæmt Grunnskólaskrifstofu Reykjavíkur er bannað að dreifa tannverndarvörum í skólum borgarinnar. mbl.is/AFP

Ekki má gefa nem­end­um í 10. bekkj­um grunn­skóla Reykja­vík­ur tann­bursta, tannþráð eða aðrar tann­vernd­ar­vör­ur á ár­legri tann­vernd­ar­viku sem nú stend­ur yfir. Grunn­skóla­skrif­stofa borg­ar­inn­ar legg­ur bann við því og seg­ir slík­ar gjaf­ir brjóta gegn barna­lög­um. Formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands seg­ir að um sam­fé­lags­legt verk­efni sé að ræða.

Tann­lækn­ar og tann­lækna­nem­ar hyggj­ast sækja elstu nem­end­ur grunn­skóla lands­ins heim í þess­ari viku í til­efni tann­vernd­ar­vik­unn­ar. Tann­lækna­fé­lag Íslands hafði sam­band við alla inn­flytj­end­ur og fram­leiðend­ur tann­lækna­vara og bað um tann­vernd­ar­vör­ur eins og tann­bursta, tannþráð, tann­krem og flúortyggjó til að af­henda nem­end­un­um í fræðslu- og for­varna­skyni. 

Fyr­ir­tæk­in brugðust vel við og tann­lækna­nem­ar út­bjuggu 3.500 gjafa­poka fyr­ir 10. bekk­ing­ana sem inni­halda ýms­an tann­vernd­ar­varn­ing. Í morg­un var haft sam­band við Tann­lækna­fé­lagið á veg­um grunn­skóla­skrif­stofu borg­ar­inn­ar þar sem gerð var grein fyr­ir því að sam­kvæmt barna­lög­um væri bannað að beina aug­lýs­ing­um beint að börn­um. Reykja­vík­ur­borg hefði lagt á það áherslu við skóla að slíkt væri ekki gert í formi gjafa eða annarr­ar aðkomu fyr­ir­tækja að skól­um.

Sum börn eiga ekki tann­bursta

„Hvar á að draga mörk­in?“ spyr Krist­ín Heim­is­dótt­ir, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands. „Tann­vernd­ar­vik­an er sam­fé­lags­legt verk­efni og við meg­um ekki gleyma því að það eru til börn sem eiga ekki tann­bursta. Við erum að tala um eitt­hvað sem er klár­lega gott fyr­ir börn­in. Þetta bann er tekið allt of langt, það er eins og fólk sé hætt að hugsa rök­rétt. Hvar er skyn­sem­in?“

Að sögn Krist­ín­ar var öll­um fyr­ir­tækj­um á þessu sviði boðin þátt­taka. Öllum hafi verið gerð grein fyr­ir því að það yrði engu einu fyr­ir­tæki hyglað um­fram annað og hún seg­ir að um sé að ræða vör­ur sem tann­lækn­ar mæli virki­lega með. 

Erum ekki að gera þetta fyr­ir okk­ur

„Við göng­um auðvitað ekki gegn lög­um og regl­um eða boðum og bönn­um,“ seg­ir Krist­ín spurð um hvort Tann­lækna­fé­lagið hygg­ist láta á það reyna að af­henda börn­un­um vör­urn­ar.  „En við för­um hugs­an­lega með þetta í heim­sókn­ina og svo er það und­ir hverj­um og ein­um skóla­stjóra komið hvort þetta hef­ur verið af­hent.

Við erum ekki að gera þetta fyr­ir okk­ur. Auðvitað væri lan­gein­fald­ast fyr­ir okk­ur að vera með fræðsluna og fara; með þessu erum við að gera okk­ar verk­efni flókn­ari. En okk­ur langaði virki­lega til að gera þetta vel.“

Frétt mbl.is: Borg­in leyf­ir tann­bursta­gjaf­ir

Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands.
Krist­ín Heim­is­dótt­ir, formaður Tann­lækna­fé­lags Íslands.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert