Ókunnugur maður við rúmstokkinn

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rétt fyr­ir kl. 3 í nótt barst lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu til­kynn­ing um hús­brot í Linda­hverfi í Kópa­vogi. Íbúi vaknaði við að maður var stadd­ur inni í íbúð hans en hús­ráðend­ur höfðu gleymt að læsa úti­dyra­h­urð. Maður­inn var í ann­ar­legu ástandi en hús­ráðend­ur náðu að koma hon­um út. Í frétt lög­regl­unn­ar seg­ir að maður­inn hafi svo verið hand­tek­inn skömmu síðar og sett­ur í fanga­klefa.

Skömmu síðar var maður í ann­ar­legu ástandi hand­tek­inn við versl­un í miðbæ Reykja­vík­ur þar sem hann hafði verið til vand­ræða. Hann er vistaður í fanga­geymslu þar til ástand hans lag­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert