Rétt fyrir kl. 3 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um húsbrot í Lindahverfi í Kópavogi. Íbúi vaknaði við að maður var staddur inni í íbúð hans en húsráðendur höfðu gleymt að læsa útidyrahurð. Maðurinn var í annarlegu ástandi en húsráðendur náðu að koma honum út. Í frétt lögreglunnar segir að maðurinn hafi svo verið handtekinn skömmu síðar og settur í fangaklefa.
Skömmu síðar var maður í annarlegu ástandi handtekinn við verslun í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hafði verið til vandræða. Hann er vistaður í fangageymslu þar til ástand hans lagast.