Við erum öll að glíma við ísinn

Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallaði um mikilvægi alþjóðlegs …
Helgi Björnsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallaði um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs í jöklafræði mbl.is/Golli

„Þetta eru staðreynd­ir. Það má ríf­ast um það hvaða ástæða er fyr­ir þessu en sjáv­ar­borð hef­ur hækkað og það er staðreynd,“ sagði Helgi Björns­son, vís­indamaður við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans, á há­deg­is­fyr­ir­lestri um jökla og breyt­ingu á þeim. Hann sagði málið stórt og kalla á alþjóðlegt sam­starf.

Vís­inda­menn frá Banda­rísku geim­ferðastofn­un­inni (NASA) og Caltech-há­skóla í Kali­forn­íu eru hér á landi við rann­sókn­ir á Lang­jökli og Hofs­jökli. Not­ast er við sér­hæfða rann­sókn­ar­flug­vél NASA og stans­laust flogið yfir jökl­ana tvo til að skrá­setja breyt­ing­ar á þeim. Teymið gerði það sama sum­arið 2012 og verða mæl­ing­arn­ar svo born­ar sam­an. Lík­legt er að frek­ari mæl­ing­ar verði svo gerðar síðar til enn frek­ari sam­an­b­urðar.

Flogið er á G-III flug­vél NASA sem breytt var úr einkaþotu í rann­sókn­ar­flug­vél. Búnaður henn­ar er þannig að hægt er að fljúga yfir sama svæði á ná­kvæm­lega sama hraða og ná­kvæm­lega sömu leið aft­ur síðar. Þá er hún búin sér­stakri rat­sjá sem notuð er til mæl­inga. Von­ast er til að hægt verði að koma rat­sjánni fyr­ir á ómannaðri þotu og þá fjar­stýrðri, sem hægt verði að fljúga enn leng­ur yfir til­tek­in svæði, jafn­vel heil­an dag.

Í til­efni af rann­sókn­un­um var hald­inn fyr­ir­lest­ur um jökla og breyt­ing­ar á þeim í Há­skóla Íslands. Fyrst­ur á mæl­enda­skrá var Helgi Björns­son sem sagði jarðarbúa alla glíma við ís­inn. Jökl­arn­ir séu að bráðna og þar með hækk­ar yf­ir­borð sjáv­ar. Það sé stórt verk­efni að rann­saka og enn stærra verk­efni að finna lausn­ir við þessu vanda­máli. Þetta verk­efni kalli á alþjóðlegt sam­starf og það sé í gangi hér á landi um þess­ar mund­ir. Greina þurfi hvað framtíðin beri í skauti sér, því mass­inn sé að minnka og bráðnun­in nái norðar.

Mark Simons, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, kem­ur að rann­sókn­un­um hér á landi. Hann sagði teymið ekki velta fyr­ir sér hækk­andi sjáv­ar­borði sem stend­ur, held­ur sé ein­blínt á jökl­ana tvo, helst Hofs­jök­ul, og hvað sé að ger­ast í þeim. Skoðað sé hvernig jökl­arn­ir haga sér og hvernig þeir bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um. Þeir séu full­komn­ir til rann­sókna þar sem þeir eru stærri en fjall­jökl­ar en nógu litl­ir til að hægt sé að gera flók­in líkön af þeim. Þá hafi þeir verið rann­sakaðir mikið og nýt­ast upp­lýs­ing­ar úr þeim rann­sókn­um vel.

Einnig tók Brent Minchew, doktorsnemi í jarðeðlis­fræði við Caltech-há­skóla, til máls.  Hann sagði að í júní í fyrra hafi rann­sókn­ar­flug­vél­inni verið flogið í meira en fjöru­tíu klukku­stund­ir á tólf dög­um yfir jökl­un­um og gögn­um safnað. Þar með séu kom­in gögn um jökl­ana um há­sum­ar og nú vanti gögn um þá á há­vetri en þá ætti að sjást hvaða áhrif leys­ing­ar­vatn hef­ur á ís­flæði.

Rann­sókn­in í heild ætti að geta gefið vís­bend­ing­ar um bráðnun jökl­anna og geti nýst í því að læra á hvernig jökl­ar bregðast við lofts­lags­breyt­ing­um.

Frá jöklafundi í Háskóla Íslands
Frá jökla­fundi í Há­skóla Íslands mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert