Árangurslaus samningafundur

Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara.
Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. www.ki.is

Samningafundur Kennarafélags Íslands fyrir hönd Félags framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins í morgun bar engan árangur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi framhaldsskólakennara.

Þar segir að eina tilboð samninganefndar ríkisins sem komið hefur fram frá því að samningaviðræður hófust 3. desember sl. hafi verið það sem samið var um nýlega á almennum vinnumarkaði. Samninganefnd ríkisins hafi engan vilja sýnt til að ræða kjör félagsmanna KÍ í framhaldsskólum sérstaklega.

„Við beiðni KÍ um að settur yrði meiri kraftur í að leysa deiluna og að fundum yrði fjölgað, var ekki orðið. Næsti fundur er ekki fyrr en næsta mánudag,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka