Hjördís Svan handtekin og flutt úr landi

Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.
Ítarlegt viðtal var við Hjördísi Svan í Nýju lífi.

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, forsjárlaus móðir þriggja barna sem kom til landsins með börnin frá Danmörku í haust, var handtekin í dag og flutt úr landi. Danskir lögreglumenn sáu um handtökuna og flutninginn. Þetta staðfestir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í samtali við mbl.is.

Þetta var gert á grundvelli norrænnar handtökuskipunar, en Hæstiréttur staðfesti þann 23. janúar sl. úrskurð héraðsdóms. Þar kom fram að Hjördís skyldi handtekin og flutt til Danmerkur.

Handtökuskipunin barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 2. október sl. frá lögreglunni á Suðaustur-Jótlandi í Danmörku. Er það vegna meðferðar sakamáls þar í landi á hendur Hjördísi. Grundvöllur norrænu handtökuskipunarinnar hafi verið úrskurður héraðsdóms í Horsens frá 27. september 2013 í máli nr. 3490/2013, þar sem Hjördís hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að henni fjarstaddri í samræmi við ákvæði dönsku sakamálalaganna.

Samkvæmt gögnum málsins var mál á hendur Hjördísi höfðað vegna þess að hún fór í byrjun ágúst 2013 frá Danmörku með börnin þrjú börn og í kjölfarið í felur með þau. Með því hafi hún svipt föðurinn umsjá barnanna, en með úrskurði Vestri Landsréttar frá 19. ágúst 2013 hafi föðurnum verið veitt forsjá barnanna til bráðabirgða.

Hjördís hefur átt í forræðisdeilu við fyrrverandi eiginmann sinn og barnsföður til margra ára. Þau eiga saman þrjú börn. Tvö barnanna hafa íslenskan ríkisborgararétt og eitt þeirra danskan ríkisborgararétt.

Frétt mbl.is: Hjördís afhent dönskum yfirvöldum.

Frétt mbl.is: Fór með börnin í einkaflugvél frá Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert