Kröfu Hraunavina hafnað

Nýr álftanesvegur
Nýr álftanesvegur Rax / Ragnar Axelsson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafnaði í gær kröfu fernra nátt­úr­vernd­ar­sam­taka um að leita ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins vegna fram­kvæmda við Álfta­nes­veg. Áður hafi sams­kon­ar kröfu verið hafnað í máli varðandi lög­banns­kröfu sam­tak­anna vegna veg­ar­lagn­ing­ar­inn­ar.

Á vef Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að tvö dóms­mál séu í gangi vegna Álfta­nes­veg­ar. Ann­ars veg­ar mál þar sem Land­vernd, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands og Hrauna­vin­ir vilja fá hrundið ákvörðun sýslu­manns um að synja lög­banni, en sýslumaður vísaði lög­banns­kröfu frá á þeirri for­sendu að sam­tök­in ættu ekki lögv­arða hags­muni og því ekki aðild að mál­inu. Sam­tök­in höfðuðu dóms­mál til að fá ákvörðun­inni hnekkt. Í því máli var farið fram á að fá ráðgef­andi álit EFTA-dóm­stóls­ins en héraðsdóm­ur og Hæstirétt­ur höfnuðu því.

Hitt málið snýst um veg­ar­lagn­ing­una sjálfa og lög­mæti henn­ar á þeim grund­velli að um­hverf­is­mat og fram­kvæmda­leyfi séu ekki gild. Í því máli var einnig óskað ráðgef­andi álits EFTA-dóm­stóls­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert