Gamli Landsbankinn (LBI) sendi inn beiðni til Seðlabanka Íslands sl. haust um undanþágu frá höftum til að greiða umtalsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri til forgangskröfuhafa.
Sú beiðni hefur enn ekki verið afgreidd og samkvæmt heimildum er afar ólíklegt að slík heimild fáist á meðan ekki hefur tekist að semja um að lengja í 240 milljarða erlendum skuldum Landsbankans við LBI.
Í fréttaskýring um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að erlendir fjárfestingabankar hafa sýnt áhuga á að koma að kaupum á skuldabréfum Landsbankans og um leið að lengt verði í bréfunum – hugsanlega til 15 ára.