Neil Young og Crazy Horse í Höllinni

Neil Young
Neil Young AFP

Kanadíski tón­listamaður­inn Neil Young mun koma fram á tón­leik­um í nýju Laug­ar­dals­höll­inni mánu­dag­inn 7. júlí á All Tomorrows Parties tón­list­ar­hátíðinni. Young kem­ur fram ásamt hljóm­sveit­inni Crazy Hor­se en þetta verða fyrstu tón­leik­arn­ir á tón­leika­ferðalagi hljóm­sveit­ar­inn­ar.

Tón­leik­arn­ir á mánu­deg­in­um marka upp­hafið að tón­list­ar­hátíðinni þar sem m.a. hljóm­sveit­irn­ar Port­is­head og In­terpol munu einnig koma fram. Dag­skrá­in held­ur áfram út vik­una en eft­ir á að til­kynna hverj­ir stíga á svið á þriðju­deg­in­um og miðviku­deg­in­um. Sé ætl­un­in þá að toppa komu Young þarf ekk­ert minna til en að sam­eina alla Bítl­ana en miðasala hefst á mánu­dag.

Young er 69 ára gam­all og hef­ur á löng­um og far­sæl­um ferli sín­um gefið út ótal plöt­ur og verið einn helsti laga­smiður sinn­ar kyn­slóðar. Árið 1966 stofnaði hann hljóm­sveit­ina Buffalo Spring­field sem blandaði sam­an þjóðlaga­hefðum við skyn­villurokk sjö­unda ára­tug­ar­ins. Sveit­in sem varð geysi­vin­sæl lagði upp laup­ana árið 1968 sama ár og fyrsta sóla­plat­an hans kom út sem fékk þá frum­legu nafn­gift Neil Young.

Síðan hef­ur hann gefið út fjöl­marg­ar plöt­ur bæði einn og í sam­starfi aðra sem eru marg­ar hverj­ar á meðal önd­veg­is­verka í vest­rænu rokki. Plöt­ur eins og Har­vest, Af­ter the Gold Rush eru þar á meðal en jafn­framt fyrsta plat­an sem hann gerði með Crazy Hor­se árið 1969 sem nefn­ist Every­bo­dy Knows this is Nowh­ere.   

Á 45 ára ferli hef­ur hann gefið út 35 hljóðvers­plöt­ur en von er á nýrri plötu frá hon­um í mars: A letter home og síðast gaf hann út Ph­sychadelic Pill árið 2012. Óhætt er að segja að um sann­kallaðan hval­reka sé að ræða þar sem um er að ræða einn vin­sæl­asta og virt­asta tón­list­ar­mann sam­tím­ans sem hef­ur haldið heil­ind­um sín­um sem listamaður á löng­um ferli og að Crazy Hor­se skuli verða með hon­um á sviðinu er ekki síðra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert