Kostnaðurinn endurmetinn

Úttektir séreignarsparnaðar vegna leiðréttingar hafa víða áhrif.
Úttektir séreignarsparnaðar vegna leiðréttingar hafa víða áhrif. mbl.is/Sigurður Bogi

Miklu munar á áætluðum kostnaði sveitarfélaga af leiðréttingu íbúðalána eftir því hvort borið er niður í greiningu Sambands íslenskra sveitarfélaga eða fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Áætlun sambandsins hljóðar upp á 3,5-3,6 milljarða heildarkostnað fyrir sveitarfélögin, borið saman við 13,5-14,5 ma. áætlun borgarinnar. Í fréttaskýring um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins, þetta misræmi kalla á endurskoðun.

„Það er greinilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og fjármálaráðuneytið hafa ekki miðað við sömu forsendur í sínum útreikningum. Því hefur verið ákveðið að fá samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál til þess að fjalla um málið og komast að sameiginlegri niðurstöðu um fjárhagsleg áhrif þessara aðgerða á sveitarfélögin,“ segir Karl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert