Samspil ljóss og myrkurs mun leika stórt hlutverk á Vetrarhátíð í Reykjavík sem verður sett í kvöld. Hægt verður að fara í ljósagöngu um miðborgina þar sem lýsingin á að veita vegfarendum umvefjandi upplifun. Verið var að setja upp tugi ljósstanga í Hljómskálagarðinum í dag sem munu loga á kvöldin þar til hátíðinni lýkur hinn 15. febrúar.
mbl.is ræddi við Karen Maríu Jónsdóttur, viðburðastjóra hjá Höfuðborgarstofu, um Vetrarhátíðina í Reykjavík en hægt er að kynna sér dagskrána nánar á vetrarhatid.is.