Miðborgin lýst upp í kvöld

00:00
00:00

Sam­spil ljóss og myrk­urs mun leika stórt hlut­verk á Vetr­ar­hátíð í Reykja­vík sem verður sett í kvöld. Hægt verður að fara í ljósa­göngu um miðborg­ina þar sem lýs­ing­in á að veita veg­far­end­um um­vefj­andi upp­lif­un. Verið var að setja upp tugi ljós­stanga í Hljóm­skálag­arðinum í dag sem munu loga á kvöld­in þar til hátíðinni lýk­ur hinn 15. fe­brú­ar.

mbl.is ræddi við Kar­en Maríu Jóns­dótt­ur, viðburðastjóra hjá Höfuðborg­ar­stofu, um Vetr­ar­hátíðina í Reykja­vík en hægt er að kynna sér dag­skrána nán­ar á vetr­ar­hatid.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert