Formaður samninganefndar ríkisins, Gunnar Björnsson, segir það alvarlegt mál hvernig formaður Félags framhaldsskólakennara fari fram í fjölmiðlum.
Hann vísar til viðtals við Aðalheiði Steingrímsdóttur sem birtist á mbl.is, eftir samningafund hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Hún gagnrýndi samninganefnd ríkisins harðlega fyrir hvað hún hefði haft fram að færa og fyrir viljaleysi til að þoka viðræðunum áfram.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Gunnar á, ákvæði laga um að menn megi ekki tjá sig opinberlega um umræður og tillögur á sáttafundum, nema með samþykki beggja samningsaðila og segir Aðalheiði auk þess afflytja mál og ekki segja rétt frá.