Hæpið að túlkun dómara standist

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm …
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi í Al Thani-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Lögmannafélags Íslands segir að aðfinnslur Héraðsdóms Reykjavíkur vegna funda verjenda sakborninga með vitnum áður en aðalmeðferð hins svokallaða Al-Thani-máls fór fram komi „verulega á óvart“. Telur stjórnin hæpið að túlkun dómara standist.

Fram kemur í ályktun frá stjórninni að hún telji að ef verjendum sé meinað um þann rétt að eiga fund með vitnum og sýna þeim gögn mála áður en aðalmeðferð hefst sé „stórlega vegið að grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð fyrir dómi og jafnræði málsaðila.“

Samskipti verjenda við vitni séu mikilvægur þáttur við undirbúning málsvarnar og ósjaldan eina leið verjenda til að fá upplýsingar um atvik máls.

Í ályktuninni segir að ljóst sé að sú réttaróvissa sem uppi sé um stöðu aðila og vitna sé mjög bagaleg og geti haft veruleg áhrif á þau sakamál sem nú eru til meðferðar fyrir dómstólum. 

„Þessari réttaróvissu verður að eyða án tafar, þar sem núverandi staða er til þess fallin að rýra trúverðugleika réttarkerfisins og þar með réttarríkisins,“ segir í ályktun stjórnar Lögmannafélags Íslands.

Frétt mbl.is: Aðfinnsla í Al-Thani-máli veldur áhyggjum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert