Ríkisstjórnin „í hópi ójafnaðarmanna“

Flokksráðsfundur VG var settur á Grand hóteli í Reykjavík í …
Flokksráðsfundur VG var settur á Grand hóteli í Reykjavík í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi stillt sér upp í hópi ójafnaðarmanna. Í ávarpi við upp­haf flokks­ráðsfund­ar Vinstri grænna í kvöld gagn­rýndi hún rík­is­stjórn­ina harðlega fyr­ir að lækka meðal ann­ars sér­staka veiðigjaldið, skera niður fram­lög til þró­un­ar­mála og lækka skatta í milli­tekju­kerf­inu.

Í ávarp­inu sagði hún að rík­is­stjórn­in hefði ekki haft fólkið í fá­tæk­ustu lönd­um heims efst í huga þegar kom að fjár­lög­um árs­ins í ár. Fram­lög til Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un­ar hefðu ekki aðeins staðið í stað, held­ur bein­lín­is verið skor­in sér­stak­lega niður milli umræðna.

Mátti ekki afla tekna til að efla jöfnuð

Katrín sagði að fyrsta mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefði verið að lækka sér­staka veiðigjaldið, hóf­legt gjald sem mörg­um hafði þótt of lágt, til að tryggja hag stór­út­gerðar­inn­ar. „Og það var meðal ann­ars þess vegna sem stjórn­ar­liðar sögðu að því miður væru ekki til pen­ing­ar fyr­ir þró­un­ar­sam­vinnu og fleiru. Það var vegna þess að það þurfti að gæta að þess­um sér­hags­mun­um. Og ekki mátti hafa eðli­leg­an virðis­auka­skatt á ferðaþjón­ustu sem hefði lagst á þá ferðamenn sem sækja okk­ur heim.

Í stuttu máli mátti ekki afla tekna til að efla jöfnuð hvort sem væri á heimsvísu eða hér heima,“ sagði hún í ávarp­inu.

Stillt sér upp í hópi ójafnaðarmanna

Hún sagði að nú­ver­andi rík­is­stjórn hefði sýnt það í orði og verki að ekki mætti auka jöfnuð hér heima með skatt­kerf­inu. Henn­ar sann­fær­ing væri sú að ekki mætti auka jöfnuð með því að lyfta þeim tekju­lægstu í hópi ör­yrkja og aldraðra því að þær leiðrétt­ing­ar sem ráðist var í í sum­ar hefðu fyrst og fremst gagn­ast þeim tekju­hærri.

„Henn­ar sann­fær­ing er að mik­il­væg­ara sé að tryggja arðgreiðslur til út­gerðarmanna en að efla jöfnuð þjóða á milli með fram­lög­um til þró­un­ar­sam­vinnu. Hún hef­ur stillt sér upp í hópi ójafnaðarmanna, manna sem telja sig eiga rétt á því að taka eign­ir annarra,“ sagði Katrín.

Sporna gegn hug­myndarömm­um hægri­stefn­unn­ar

Þá sagði hún að flokk­ur­inn ætti að sporna gegn hug­myndarömm­um hægri­stefn­unn­ar sem hefðu gert órétt­læti og ójöfnuð að eðli­legu viðmiði í sam­fé­lag­inu. 

„Við eig­um ekki að spila á þeim leik­vangi sem hægri­menn hafa reist eft­ir regl­um sem þeir hafa samið,“ sagði hún jafn­framt.

„Við eig­um að vera óhrædd við að vera mál­svar­ar rétt­læt­is og láta aldrei teyma okk­ur nauðhyggju­stíg­inn sem ein­kenndi orðræðu stjórn­ar­flokk­anna við síðustu fjár­lög þar sem þeir létu stöðugt eins og niður­skurður­inn væri all­ur af nauð en ekki vegna þess að þeir kusu að af­sala al­menn­ingi tekj­um í þágu hinna ríku.“ 

Frá flokksráðsfundinum.
Frá flokks­ráðsfund­in­um. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert