Lítið byggt í borginni

Reykjavík vex hægar en hin stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Reykjavík vex hægar en hin stóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Útlit er fyr­ir að hlut­fall Reyk­vík­inga af íbúa­fjölda höfuðborg­ar­svæðis­ins haldi áfram að lækka á þessu ári, sé litið til ný­bygg­inga. Sam­kvæmt taln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins (SI) verður lokið við um 1.400 nýj­ar íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu á þessu ári.

Af þess­um 1.400 íbúðum eru um 320 áætlaðar, óstaðsett­ar, íbúðir og er það byggt á reynslu SI. Að sögn Friðriks Á. Ólafs­son­ar, for­stöðumanns bygg­ing­ar­sviðs hjá SI, má ætla að þær íbúðir skipt­ist eins milli sveit­ar­fé­lag­anna og þær sem tald­ar voru.

Af 1080 nýj­um íbúðum sem voru tald­ar eru 263 í Reykja­vík, 410 í Kópa­vogi og 207 í Hafnar­f­irði. Miðað við að 2,4 séu í heim­ili, sam­kvæmt skil­grein­ingu Hag­stof­unn­ar, mun 631 búa í nýju íbúðunum í Reykja­vík, 984 í Kópa­vogi og 497 í Hafnar­f­irði. Hlut­fall nýrra tal­inna íbúða í Reykja­vík er 19%, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert