Poppstjörnur afklæðast

Miley Cyrus í hinu víðfræga myndbandi við lagið Wrecking Ball. …
Miley Cyrus í hinu víðfræga myndbandi við lagið Wrecking Ball. Myndbandið vakti gríðarlega athygli en þar rólaði Cyrus sér nakin um á járnkúlu.

Tón­list­ar­mynd­bönd popp­stjarna í dag verða sí­fellt djarf­ari og kyn­lífsvædd­ari. Popp­stjörn­ur á borð við Miley Cyr­us, Ri­hanna, Beyoncé og fleiri eru oft­ar en ekki afar fá­klædd­ar og ögr­andi í sín­um mynd­bönd­um. Í mörg­um til­fell­um eru þau naum­ast við hæfi barna og ung­linga sem eru þó gjarn­an aðaláhorf­end­ur og aðdá­end­ur um­ræddra stjarna.

Rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að börn og ung­ling­ar verða fyr­ir áhrif­um af því að sjá mikið af kyn­lífi og kyn­líf­stengdu efni ung að aldri, og þá er litið til klám­væðing­ar, ekki kláms. Ung­ling­ar sem horfa á mikið af kyn­líf­stengdu efni eru jafn­framt lík­legri til að byrja fyrr að stunda kyn­líf.

Arn­ar Eggert Thorodd­sen tón­list­ar­spek­úl­ant seg­ir klám­væðingu tón­list­ar­mynd­banda vara­sama. „Eins og það er nú hallæris­legt og oft hlegið að því þá verður það sem er verið að gefa í skyn í þess­um mynd­böndum æ grófara. Það er líka orðið svo teikni­mynda­legt og óraun­veru­legt,“ seg­ir hann. „En þegar það er rætt um þetta koma alltaf sömu viðbrögð um að þetta sé viðkvæmni og eintómir femínist­ar að tjá sig en ég er bara svo ótrúlega ósam­mála því. Ég trúi því ein­læg­lega að það sé ákveðin ósann­girni og órétt­læti sem er byggt inn í þetta kerfi.“ 

Lára Rún­ars­dótt­ir, tón­list­ar­kona og stjórn­ar­kona í Fé­lagi kvenna í tónlist, vill meina að klám­væðing í tón­list­ar­mynd­bönd­um sé ein birt­ing­ar­mynd brenglaðra staðalí­mynda í sam­fé­lag­inu. „Fjölmiðlar hampa þessu og vilja ekki bera neina sam­félags­lega ábyrgð á því hvernig kon­ur eru kynnt­ar og sett­ar fram. En það er ekki gott að benda á og saka kon­urn­ar sjálfar um. Þær hafa al­ist upp í sam­félagi sem er gegn­sýrt af þess­um staðalímynd­um. Ég get al­veg skilið að þær haldi að þær þurfi að gera þetta og að þær þurfi að keppa hver við aðra. Miley Cyr­us ger­ir eitt­hvað sem hneyksl­ar fólk og vek­ur at­hygli og þá svar­ar Ri­hanna með ein­hverju öðru ögrandi.“

Ítar­legri um­fjöll­un um málið má að finna í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem kem­ur út á morg­un. 

Rihanna og Shakira reyktu vindla á meðan þær keluðu við …
Ri­hanna og Shakira reyktu vindla á meðan þær keluðu við hvor aðra, létt­klædd­ar í nýju mynd­bandi við lagið Can't rem­em­ber to for­get.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert