Víða hálka eða hálkublettir

Hálku­blett­ir eru á Grinda­vík­ur­vegi og á Suður­nesj­um sem og á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um og víðar á Suður- og Suðvest­ur­landi. Hálka og skafrenn­ing­ur eru á Holta­vörðuheiði en hálka er á Laxár­dals­heiði en ann­ars eru hálku­blett­ir nokkuð víða á Vest­ur­landi. Þæf­ings­færð er á Fróðár­heiði.

Á Vest­fjörðum er hálka eða hálku­blett­ir víðast hvar. Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Gem­lu­falls­heiði. Skafrenn­ing­ur er á nokkr­um fjall­veg­um. Þæf­ings­færð og snjó­koma er á Stein­gríms­fjarðar­heiði en þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur á Þrösk­uld­um. Snjóþekja og stór­hríð er á Kletts­hálsi og hálka og óveður á Hjalla­hálsi.

Á Norður­landi er hálka eða hálku­blett­ir á flest­um veg­um þó er þjóðveg­ur 1 greiðfær í Húna­vatns­sýsl­um og í Skagaf­irði.

Þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur er á Þver­ár­fjalli. Snjó­koma og skafrenn­ing­ur er á Öxna­dals­heiði en snjóþekja, snjó­koma og skafrenn­ing­ur er víða á Norðaust­ur­landi. Þæf­ings­færð er á Mý­vatns­ör­æf­um.

Hálka eða snjóþekja er á flest­um fjall­veg­um á Aust­ur­landi en ófært á Möðru­dals­ör­æf­um og Vopna­fjarðar­heiði. Þæf­ings­færð og þoka er á Vatns­skarði eystra. Hálka, hálku­blett­ir eða snjóþekja er á veg­um á Héraði. Greiðfært er frá Reyðarf­irði og áfram með suðaust­ur­strönd­inni.

Vegna vinnu við end­ur­nýj­un á raf­kerf­um í Múla­göng­um má bú­ast við um­ferðart­öf­um þar yfir dag­inn, frá kl. 8.00 til 19.00 fram á föstu­dag­inn 7. fe­brú­ar. Veg­far­end­ur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatak­mark­an­ir meðan á fram­kvæmd­um stend­ur.

Vega­gerðin og Nátt­úru­stofa Aust­ur­lands vara veg­far­end­ur við um­ferð hrein­dýra á Aust­ur- og Suðaust­ur­landi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert