Niðurfærsla höfuðstóls lána vegna leiðréttingar íbúðalána mun magna uppgreiðsluvanda Íbúðalánsjóðs.
Þetta er mat Friðriks Más Baldurssonar, prófessors í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, sem áætlar kostnað ríkisins vegna þessa minnst á bilinu 8-15 milljarðar kr.
Í frétt í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að uppgreiðsluvandinn felist í því að ÍLS fær greitt inn á lán sem bera tiltekna raunvexti í mismunandi langan tíma. Þar sem raunvextir útlána ÍLS eru hærri en raunvextir á nýjum lánum sjóðsins, eða skuldabréfum sem hann getur keypt á markaði, tapar sjóðurinn á vaxtamun.