Með regnbogatrefil í Sotsjí

Illugi Gunnarsson á setningarathöfninni í gær.
Illugi Gunnarsson á setningarathöfninni í gær. Mynd af Facebook-síðu Illuga

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, skartaði trefli í regnbogalitunum á setningarathöfn Vetrarólympíuleikanna í Sotsjí í gær.

Samtökin '78 færðu honum trefilinn í vikunni í tilefni af för hans út. Þau hvöttu hann jafnframt til að sýna hinsegin fólki þar í landi stuðning, enda er staða þeirra afar veik.

Illugi setti mynd af sér með trefilinn á facebooksíðu sína í dag.

Frétt mbl.is: Í öllum regnbogans litum í Sotsjí

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka