Bjarna Sæmundssyni lagt

Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í maí.
Hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni verður lagt í maí. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Stjórn­end­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar til­kynntu starfs­mönn­um á haf­rann­sókna­skip­inu Bjarna Sæ­munds­syni fyr­ir helgi að skip­inu yrði lagt í vor. Hugs­an­legt er að hluta áhafn­ar­inn­ar verði sagt upp störf­um.

Egon Marcher, trúnaðarmaður áhafn­ar­inn­ar á Bjarna Sæ­munds­syni, seg­ir að þessi tíðindi hafi komið illa við áhöfn­ina. Á skip­inu eru 13 starfs­menn og flest­ir hafa verið í áhöfn í ára­tugi. Hann seg­ir litla von fyr­ir menn að finna aðra vinnu á sjó, ekki síst núna þegar út­gerðarfé­lög víða um land eru að segja upp sjó­mönn­um.

Egon seg­ir að á fund­in­um fyr­ir helgi hafi komið fram að Hafró þurfi að fækka um 14 stöðugildi á sjó og í landi. Hann seg­ir hugs­an­legt að hluti áhafn­ar­inn­ar á Bjarna fari í að leysa sjó­menn á Árna Friðriks­syni af í sum­ar. Einnig sé inni í mynd­inni að ein­hverj­ir fari í launa­laust leyfi en haldi ráðning­ar­rétt­ind­um.

Egon seg­ir fulla þörf á að halda uppi öfl­ug­um haf­rann­sókn­um hér við landi. Menn átti sig kannski ekki á hversu mikið sé í húfi. Íslend­ing­ar séu bún­ir að taka upp vott­orð um að þeir stundi sjálf­bær­ar veiðar. Til að und­ir­byggja þessi vott­orð þurfi hins veg­ar að stunda rann­sókn­ir á líf­ríki sjáv­ar. Eins seg­ir hann mik­il­vægt að fylgj­ast vel með þeim breyt­ing­um sem séu að verða á norður­slóðum sam­fara hlýn­un hafs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert