Höftin fara ekki í einu vetfangi

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur í Sunnudagsmorgunn hjá Gísla Marteini …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var gestur í Sunnudagsmorgunn hjá Gísla Marteini í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra seg­ir að gjald­eyr­is­höft­in muni ekki fara í einu vet­fangi. „Þau munu fara í skref­um, þannig að þetta verður tíma­bil þar sem þau smám sam­an hverfa,“ sagði hann í þætt­in­um Sunnu­dags­morg­unn hjá Gísla Marteini Bald­urs­syni í dag, þar sem hann var gest­ur.

Ráðherr­ann sagði að af­nám haft­anna gæti haf­ist á þessu ári, en það færi eft­ir því hvort hægt væri að sam­stilla vænt­ing­ar allra þeirra sem ættu í hlut.

„Við þurf­um að tryggja að við séum með stöðug­leika, að við séum ekki að reka rík­is­sjóð með mikl­um halla, að það sé ekki und­ir­liggj­andi gríðarlega mik­ill verðbólguþrýst­ing­ur, að það sé þokka­leg ró á vinnu­markaði, að við séum að gera það sem þarf til að draga fram fjár­fest­ing­ar og skapa ný störf. Það þarf að fylgja í kjöl­farið trú á framtíðina,“ sagði hann.

Ella myndu Íslend­ing­ar, fyr­ir­tæki og aðrir vilja snúa krón­un­um sín­um í er­lend­an gjald­eyri - með nei­kvæðum af­leiðing­um fyr­ir gengið - og geyma pen­ing­ana sína í öðrum mynt­um.

„Við vilj­um opna fyr­ir sem allra mest frelsi og erum háð því eins og aðrar þjóðir að menn hafi trú á því sem er að ger­ast. Það er liður í því sem við erum að vinna að núna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert