Erfitt að selja aukinn makrílafla

Makríll
Makríll mbl.is/Sigurður Bogi

Erfitt gæti verið að selja frystan markríl ef veiðar verða stórauknar á þessu ári. Það er mat Helga Antons Eiríkssonar, forstjóra Iceland Seafood.

Strandríkin veiddu um 900 þúsund tonn af makríl á síðasta ári samkvæmt samkomulagi og einhliða ákvörðunum en það var umtalsvert yfir ráðgjöf Alþjóðafiskveiðiráðsins. Ráðið leggur til að kvótinn í ár verði svipaður og veiðarnar í fyrra en samkvæmt fréttum hafa Norðmenn lagt áherslu á það í viðræðum um stjórnun makrílveiða að veiðarnar verði stórauknar, að minnsta kosti upp í 1,3 milljónir tonna.

Helgi vekur athygli á því að makrílframleiðslan sé mest seld til fárra og viðkvæmra markaða. Jafnvægi hafi verið á milli framboðs og eftirspurnar. „Markaðurinn verður þyngri ef framboðið eykst um 30-40% og leiða má líkur að því að þrýstingur myndist á verðið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert