Færeyingar fljúga til Keflavíkur

Airbus þota færeyska flugfélagsins Atlantic Airways.
Airbus þota færeyska flugfélagsins Atlantic Airways.

Þota færeyska flugfélagsins Atlantic Airways lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Þetta er fyrsta ferðin í áætlunarflugi félagsins á milli Færeyja og Íslands og er lent í Keflavík á meðan beðið er svara íslenskra flugmálayfirvalda hvort lenda megi þotunni á Reykjavíkurflugvelli.

Fáist til þess leyfi verður þotan, sem er 132 sæta og af gerðinni Airbus, sú stærsta sem myndi nota Reykjavíkurflugvöll að staðaldri samkvæmt frétt Víkurfrétta í dag.

Þar kemur fram að Færeyingar hafi undanfarin 25 ár notað 95 sæta British Aerospace-þotur. Ein slík vél sé eftir í eigu þeirra, hún sé nú frá vegna viðhalds og því er Airbus-þotan notuð.

Á vefsíðu Atlantic Airways kemur fram að flogið er á milli Þórshafnar og Íslands tvisvar í viku, mánudaga og föstudaga.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert