Sigmundur Davíð: fremur krónur en prósentur

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verkalýðshreyfingin hefði átt að leggja meiri áherslu á beinar krónutöluhækkanir í aðdraganda kjarasamninganna fyrir áramót, en ekki einblína á prósentuhækkanir. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem spurði hvort tillagna væri að vænta frá ríkisstjórninni í kjarasamningum sem miðuðu sérstaklega að því að hækka lægstu launin. Nú væri tækifærið til þess, þar sem þeir hópar sem væru með hvað lægstu launin væri hlutfallslega fjölmennastir í starfsmannaliði hins opinbera.

„Raunverulegar kjarabætur, kaupmáttaraukning til langs tíma næst ekki nema með stöðugleika,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þess vegna hefur verið lögð ofuráhersla á það af hálfu ríkisstjórnarinnar að skapa þann stöðugleika til að byggja raunverulega kaupmáttaraukningu á.“

Árni Páll sagðist skilja orð forsætisráðherra á þann veg að hann vildi að lægstu laun hefðu verið hækkuð meira og spurði hann hvort búast mætti við tilboði til viðsemjenda um sérstakar hækkanir sem nýtast hinum lægst launuðu umfram aðra. Sigmundur Davíð svaraði því til að hækkanir nýttust ekki nema náð yrði tökum á verðbólgunni á sama tíma. 

Þess vegna hefur ríkisstjórnin lagt á það ofuráherslu að ná tökum á rekstri ríkissjóðs, ríkisfjármálunum, og ná að halda aftur af verðbólgu, skapa efnahagslegan stöðugleika sem hægt verði þá að byggja raunverulega kaupmáttaraukningu á. Ég vona að niðurstöður þeirra viðræðna sem nú eru í gangi muni fela þetta í sér.

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert