Íslendingar í forystuhlutverki

Í MareFrame verkefninu verður þróað fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og fundnar leiðir …
Í MareFrame verkefninu verður þróað fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og fundnar leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Myndin er úr safni. mbl.is/Brynjar Gauti

Matís og Háskóli Íslands gegna forystuhlutverki í nýju umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem 7. rannsóknaráætlun Evrópu hefur ákveðið að styrkja til fjögurra ára. Verkefnið er metið á sex milljónir evra, eða sem samsvarar 942 milljónum króna.

Fram kemur á vef Matís, að stuttheiti verkefnisins sé MareFrame og beri enska titilinn: „Co-creating Ecosystem-based Fisheries Management Solutions“.

Í MareFrame-verkefninu verður þróað fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og fundnar leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig er lögð áhersla á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða, að því er Matís segir.

Þá kemur fram, að styrkurinn hljóði upp á 6 milljónir evra, en heildarkostnaður við verkefnið er 7,8 milljónir evra. „Hlutur Íslands í verkefninu nemur um 275 milljónum íslenskra króna sem skiptast á milli Matís, Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Styrkurinn er meðal stærstu verkefnastyrkja sem veittir eru í Evrópu á þessu sviði,“ segir í tilkynningu.

„Matís er verkefnastjóri MareFrame, en í því felst að Matís ber m.a. ábyrgð á að stjórna framgangi verkefnisins og samskiptum við fjármögnunaraðila. Allt styrktarféð rennur til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum. Mikil samkeppni er um rannsóknarstyrki 7. rannsóknaráætlunarinnar. MareFrame hlaut 14 stig af 15 mögulegum í mati fagnefndarinnar, sem er frábær árangur. Með þessu festa íslenskir vísindamenn sig enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi,“ segir í tilkynningu.

Nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka