Sem póststöð flöskuskeyta á Langanesi

Margt berst af hafi og rekur á land á Langanesi.
Margt berst af hafi og rekur á land á Langanesi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Flöskuskeyti frá Færeyjum virðast eiga vísa póststöð á austanverðu Langanesi en sjómannadagspóstur frá Klakksvík í Færeyjum hefur kúrt þar í fjörunni eftir mislangan tíma í hafi ásamt fleiri skeytum.

Göngugarpurinn Guðjón Gamalíelsson á Þórshöfn röltir oft um eyðistrendur Langaness og ýmislegt rekur á fjörur hans á leiðinni, þar með flöskuskeyti, að því er fram kemur í umfjöllun um póstkomur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Seint í janúar fann Guðjón fjögur flöskuskeyti á göngu sinni, öll á svæðinu á milli eyðibýlanna Hrollaugsstaða og Selvíkur og voru tvö frá Íslendingum, eitt frá Noregi og eitt frá Klakksvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka