Spyr um uppsagnir og aðstoðarmenn

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Hve mörgum starfsmönnum ráðuneyta hefur verið eða verður sagt upp störfum vegna sérstakrar 5% niðurskurðarkröfu sem lögð var á aðalskrifstofur ráðuneyta í fjárlögum?“ Þannig spyr Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í skriflegri fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Er óskað eftir að því að svarið óskist sundurliðað eftir ráðuneytum og eftir því í hve miklum mæli sé um að ræða uppsagnir eða lækkun starfshlutfalls. Ennfremur spyr Steingrímur hversu marga „aðstoðarmenn, ráðgjafa eða starfsmenn í sérverkefni í fullu starfi eða hlutastarfi eða sem verktaka“ hver ráðherra ríkisstjórnarinnar hafi ráðið frá stjórnarskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert